Í dag er Valentínusardagurinn. Dagur elskenda, tíminn þegar við sýnum tilfinningar, hvert öðru ást, ástúð og vináttu. Dagur elskenda er bara einn dagur í viku barna alkóhólista (Children of Alcoholics). Viku sem miðar að því að auka vitund um tilfinningar og áskoranir sem á börn alkóhólista standa frammi fyrir.
Börnin gleymast oft
Börn alkóhólista gleymast oft í þjóðfélögum nútímans. Í BA vikunni er lögð áhersla á þörfina fyrir að tryggja að ástand hjá milljónum viðkomandi barna og unglinga sé í umræðunni og að vonir þeirra og draumar lendi ekki á ósýnilegum vegg. Fjöldi barna og ungs fólks í Evrópu sem vaxa upp með einn eða báða foreldra sína í áfengissýki er allt að 9 milljónir. Ekki bara að þessi börn og unglingar standa frammi auknum líkum á að verða sjálf háð áfengi, heldur þjakast þau líka af byrðum eins og skömm, lægra sjálfsálit, sjálfsásökun og skakkri sjálfsmynd vegna fíknar foreldra sinna.
Tilfinningaleg fátækt
„Börn alkóhólista verða oftar vitni að ofbeldi, átökum og lifa í efnislegri og tilfinningalegri fátækt, sem aðeins dýpkar alvarleika vandans” – segir Maja Stojanovska, framkvæmdastjóri Active – Sobriety, Friendship and Peace.
„Við þurfum að hætta að vanrækja umræðurnar um börn alkóhólista og þörfum þeirra, og hjálpa þeim að brjóta niður ósýnilegar hindranir sem þau standa frammi fyrir á hverjum degi. Dagur elskenda gefur okkur frábæra tækifæri til að hugsa um öll börnin sem vandinn snertir.“
Active – Sobriety, Friendship and Peace ásamt aðildarfélögum og samstarfsaðilum taka saman höndum og sameina krafta sína til að vekja athygli á þörfum barna og ungs fólks í neyð.
„Saman verðum við að draga fram í dagsljósið og beina kastljósinu á staðreyndina að engin börn ættu að þurfa að búa við misnotkun áfengis hjá foreldrum“ segir Aðalsteinn Gunnarsson , framkvæmdastjóri Barnahreyfingar IOGT á Íslandi, eitt af aðildarfélögum samtaka Active sem ætlar að láta bera á sér í BA vikunni.
„Við hjá National Association for Children of Alcoholics (NACOA) United Kingdom trúum við að ekkert barn ætti að vaxa upp í ótta og einangrun. Undanfarin tuttugu og þrjú ár, hefur hjálparlína Nacoa brugðist við yfir 210.000 beiðnum um hjálp. Meirihluti símtala eru frá börnum og ungmennum, sum allt niður í sjö ára aldur “- segir Hilary Henriques, framkvæmdastjóri Nacoa í Bretlandi.
Það þarf að takast á við vandann
Börn alkóhólista er aðeins einn þáttur mikillar áfengisneyslu í Evrópu. Evrópa er talinn sú heimsálfa sem hefur aukið mest hlutfall áfengisneyslu á íbúa, með félagslegum kostnaði af völdum neyslunnar og skríður kostnaðurinn upp í 156.000.000.000 € á ári . Með óbeinum neikvæðum áhrifum áfengisneyslu á ekki aðeins heilsu heldur einnig líðan, starfshæfni, framleiðni og brottfalli úr skóla, verður það augljóst að aðgerðir til að takast á við vandamálið þurfa að vera í höndum pólitískra yfirvalda.
„Það er þörf á að setja upp varnir með börn og unglinga í brennidepli á pólitískum vettvangi. Við hvetjum til meðvitundar í viku barna alkóhólista. Við þurfum að fjárfesta meira í vímulausum frítíma og vímulausu umhverfi, bæta nýju áfengis og vímuefnastefnu ESB og gagnreynda stefnu í öllum löndum Evrópu“ – heldur Maja áfram. „Þetta eru kröfur okkar, fyrir hönd ungs fólks í Evrópu, gagnvart núverandi pólitískri stjórnun í ESB, sem og nýrri tilhögun þeirra að afstöðnum evrópskum kosningum”.
————————–
Active- sobriety, friendship and peace eru frjáls félagasamtök Evrópskra barna og ungmennahreyfinga sem vinna að bindindi, lýðræðislegu, fjölbreyttu og friðsælli heimi, frjáls frá áfengi og öðrum vímuefnum, þar sem einstaklingur getur náð að upplifa sínar ítrustu væntingar . Active hefur meira en 25 000 félaga í 24 Evrópulöndum .
IOGT á Íslandi heldur úti ýmsum verkefnum sem miða að því að byggja upp og styrkja einstaklinga . IOGT hefur haft á stefnuskrá sinni frá stofnun 1884 að bæta samfélagið í öllum stigum þess. Meginviðfangsefni samtakanna eru forvarnir, auk mannúðar, vinna að eflingu friðar, menningu og umhverfisvernd, að auki mikilvægu hlutverki í stefnumótun og félagsstarfi okkar. Félagar vinna með börnum og ungu fólki sem hafa mörg mismunandi áhugamál og sköpum þeim aðstæður til að skemmta sér og vinna í vímulausu umhverfi án aðgreiningar.
Junis, er Barnahreyfirn IOGT-NTO, sænsku bindindissamtakanna.Félagarnir eru á aldrinum 7 til 15 ára. Junis býður upp á mikið úrval afþreyingar og félagsstarfa sem öll eru byggð á fjórum grunnþáttum, Bindindi á áfengi og vímuefni,Lýðræði, Alþjóðlegt bræðralag og Mannúð. Pólitísk áhersla Junis miðar á börn alkóhólista og rétt þeirra á viðeigandi stuðning.
Síðan 1990 hefur ókeypir og trúnaðar hjálparsími Nacoa brugðist við yfir 200.000 beiðnum um aðstoð frá börnum yngri en fimm ára, veitt þeim upplýsingar, ráðgjöf og stuðning svo þeir viti að lífið getur breyst frá því sem þeir hafa þekkt og rofið hringrás alkóhólisma sem hefur náð heljartökum á Bretlandi og Evrópu .