Fræga fólkið kemst upp með ýmislegt misgáfulegt, sem enginn ætti að gera í raunninni. Frægur eða ekki. Hér eru nokkur misgáfuleg tattú sem „prýða“ nokkrar stjörnurnar.
1. Ke$ha
Mikilvæg skilaboð frá smástirninu Ke$ha – innan á neðri vörinni. Þetta getur ekki hafa verið gott. Pían er partýstelpa í gegn en öllu má nú ofgera…
2. Rihanna
Söngkonan knáa fer brátt að vera uppiskroppa með staði fyrir tattú, hún hefur verið iðin við kolann í þeim eftnum. Mörg þeirra eru töff og hæfa hennar persónuleika en þetta… Thug life á hnúunum með BLEIKU letri? Æ… Er það?
3. T-pain
T-pain hefur augljóslega trú á því að Facebook sé komið til að vera. Að eilífu.
4. Mike Tyson
Einn af þeim fyrstu frægu til að fá sér horbjóð í tattúformi. Þetta Maori tribal tattú í andlitinu á honum er klárlega ekki allra. Og ætti eiginlega bara að vera fæstra.
5. Hayden Panettiere
Hér höfum við dæmi um tattúlistamann sem hefur líklega ekki fengið réttar upplýsingar. Hayden ætlaði að fá sér ‚Lifðu án eftisjár‘ á ítölsku. Það hefði því átt að vera ‚Vivere senza rimpianti‘ en á henni í bleki er aukastafur í rimpianti – eða rimipianti. Úps.
6. Kat Von D
Gæran sem stal eiginmanni Söndru Bullock veður ekki í vitinu. Hún lét tattúvera barnamynd af Jesse James (merðinum sem hélt framhjá Söndru) á brjóstkassann á sér. Stuttu síðar hættu þau saman.
7. Steve-O
Íslandsvinurinn Steve-O fékk sér sjálfsmynd á bakið. Bara svona eins og menn gera.
8. Cher
Þessi aldurslausa kona er með blóm á rassinum.
9. Dean McDermott
Eiginmaðurinn hennar Tori Spelling er með sína ástkæru tattúveraða á handlegginn á sér. Maður hefði haldið að hann myndi þá eftir henni, en hann hefur líklega verið í síðerma þeegar hann hélt framhjá henni.