9 mistök sem foreldrar gera með barnabílstólinn

The Car Seat Is Installed Too Loosely

Bílstóllinn er of laus í bílnum

43% foreldra gera þessi mistök

Ráð: Gríptu í sætið þar sem það er fest í bílinn og togaðu. „Sætið á ekki að hreyfast um meira en 2-3 cm þegar þú togar í það,“ segir Benjamin Hoffman læknir, sem hefur gert rannsóknir á öryggi barna.

The Car Seat Is at the Wrong Angle

Bílsætið hallar ekki rétt

34% foreldra gera þessi mistök

Ráð: „Öll sæti sem eiga að snúa aftur eru hönnuð þannig að þau halla í 30-45°,“ segir Benjamin. „Sum sæti eru með hallamál eða límmiða sem hjálpar þér að láta sætið vera í réttum halla í bílnum.“ Ef það er erfitt fyrir stólinn að haldast í réttum halla, notaðu þá upprúllað handklæði eða eða sund„núðlu“ til að ná réttum halla. 

 

The Safety Belt Isn't Locked

Öryggisbeltið er ekki fast

23% foreldra gera þessi mistök

Ráð: Togaðu vel í öryggisbeltið svo þú sjáir að það sé almennilega spennt og það mun líka halda stólnum betur þegar þú sleppir

 

There's No Space Between the Car Seat and the Front Seat

Það er ekkert pláss milli bílstólsins og framsætisins

17% foreldra gera þessi mistök

Ráð: „Margir framleiðendur bílsæta segja að framsætið ætti ekki að snerta bílstólinn,“ segir Benjamin. „Færðu því framsætið fram svo það séu um 4 cm á milli þess og bílstólsins.“

 

The Harness Is Too Loose

Beltið í stólnum er of laust

69% foreldra gera þessi mistök

Ráð:  Vertu viss um að beltið í stólnum sé vel fast: „Þú átt rétt svo að geta smeygt fingrunum undir beltið á axlasvæðinu,“ segir Benjamin.

The Retainer Clip Is Too Low

Plastið fyrir ofan smelluna er of neðarlega

34% foreldra gera þessi mistök

Ráð: Þetta plast er þarna til þess að beltið renni ekki fram af öxlum barnsins. Það ætti að vera staðsett á brjóstkassanum, í línu við handakrika.

 

You've Added Dangerous Components

Þú hefur bætt við hættulegum aukahlutum

20% foreldra gera þessi mistök

Ráð: Ekki kaupa aukahluti, eins og teppi, púða, spegla og fleira, sem hafa ekki verið prófaðir og samþykktir af framleiðanda stólsins.   

The Harness Is Too High

Beltið í stólnum er of hátt

18% foreldra gera þessi mistök

Ráð: Beltið á að koma í gegnum göt sem eru staðsett við eða rétt fyrir neðan axlir barnsins og á að varna því að barnið þrýstist upp úr stólnum.  

You Don't Know How to Adjust the Harness

Þú kannt ekki að stilla beltið í stólnum

15% foreldra gera þessi mistök

Ráð: Ef það þarf að stytta eða lengja beltið í stólnum eru margir foreldrar sem kunna það ekki. Sem betur fer eru yfirleitt límmiðar eða bæklingar með útskýringar með stólunum sem þú getur skoðað og það er betra að gera það, en að stofna öryggi barnsins síns í hættu.

Heimildir: The Stir

SHARE