Redbook fékk nokkra karlmenn til þess að segja hvað þeir vilja ALLS ekki heyra í rúminu.
„Hvenær heldurðu að þú verðir búinn?“
„Kynlíf á að láta okkur finna fyrir meiri nánd en vanalega og þegar þetta er sagt þá verður þessi nánd að engu“ segir Jeff R „Fram að þessum tímapunkti hef ég haldið við séum bæði að skemmta okkur vel en ef hún segir þetta líður mér eins og hún sé bara að bíða eftir að þetta sé búið og þá líður mér hræðilega.“
Prófið frekar að segja: Mig langar svo að sjá þig fá það. Þá læturðu hann vita að þig langar til að sjá hann sleppa fram af sér beislinu og það kveiki í þér.
„Heyrðirðu í barninu? Geturðu farið að tékka?“
„Mér finnst þetta verst því það er ekkert við þessu að gera,“ segir Gabe K, „Þetta er óumflýjanlegt og auðvitað fer maður og athugar málið, það breytir því samt ekki að þetta er pirrandi!“
Kannski getið þið byrjað aftur á sama stað og þíð hættuð en stundum dettur andrúmsloftið alveg niður en þá er um að gera að kúra bara og njóta þess að vera saman, hver veit, kannski komist þið aftur í stuð eftir smá stund.
„Æi nei, en þú varst samt nálægt því“
„Eitt það besta við kynlífið er að sjá konuna fullnægða“ segir Sean. „Ég vil að hún gefi mér tækifæri en þegar hún segir þetta finnst mér eins og hún sé ekki að gefa mér séns. Að ég hafi ekki það sem til þarf.“
Prófið frekar að segja: „Mér fannst æðislegt þegar þú gerðir þetta, get ekki beðið eftir að gera þetta aftur.“ Karlmenn skilja ekki hvernig líkami kvenna virkar og hvað það er nákvæmlega sem lætur þær fá fullnægingu svo ef það er eitthvað sérstakt sem þú vilt að hann geri, láttu hann þá vita.
Hefurðu alltaf verið með þennan fæðingarblett?
„Mér finnst gott að hún er að hugsa vel um mig en ég vil alls ekki ræða þetta á þessu augnabliki“ segir Sean „Þetta gerir mig bara áhyggjufullan og ég missi einbeitinguna.“ Auðvitað á maður að láta maka sinn vita ef maður sér eitthvað dularfullt á líkama hans/hennar en geymið það þangað til eftir kynlífið.
„Við tölum aldrei saman lengur“
„Ég hugsa ekki um að tala eða tala ekki saman,“ segir Seth „En ef hún segir þetta þegar við erum að fara að stunda kynlíf eða rétt eftir kynlíf þá finnst mér eins og hún sé að gefa í skyn að ég sé bara með henni fyrir kynlífið, sem er ekki raunin.“
Hormónar valda því að karlmenn verða oft mjög syfjaðir eftir kynlíf og því er best að ræða svona hluti á öðrum tímapunkti og orða þá á annan hátt.
„Hef ég fitnað?“
„Þessi spurning er villandi spurning og það er ekkert svar rétta svarið,“ segir Chad „Ef við segjum já þá verður allt vitlaust og ef við segjum nei er kannski verið að láta mann ljúga að makanum.“
Karlmenn vilja láta vel af líkama kvenna meðan þeir stunda kynlíf og njóta hans, ekki gagnrýna útlit líkamans. Njóta nándar og snertingar en ekki leita að þvottabretti á maganum.
„Segðu mér að ég sé falleg“
Betra væri kannski að segja við hann hvað þú vilt að hann geri við þig á þessu augnabliki. „Það að láta segja sér fyrir verkum hinsvegar getur kveikt í manni og sýnir hvað hún þráir mann mikið og það er gott fyrir sjálfstraustið,“ segir Dave.
„Ég þarf að pissa“
„Ég hef ekkert á móti þessu þannig séð, en þetta eyðileggur örlítið andrúmsloftið í hvert skipti,“ segir Sid. Það getur ýmislegt gerst í kynlífi, krampar, ræsking og þörfin til þess að pissa og það er engin ástæða til þess að fela það eða fara hjá sér. Besta leiðin til þess að eyðileggja sem minnst andrúmsloftið er kannski bara að segja, „bíddu aðeins, kem eftir smástund“ og stökkva á klóið.
„Geturðu gert þetta sem mér finnst svo gott?“
„Þetta er eitthvað sem margar af mínum fyrrverandi hafa sagt,“ segir Jeff, „en sannleikurinn er sá að í flestum tilfellum veit ég ekkert um hvað hún er að tala um og ég þarf að fara að giska.“
Sjá einnig: