Þeir sem eru með freknur eru misánægðir mað þær. Þeir sem eru ekki með freknur, vildu óska að þeir væru með freknur, eins og oft vill verða. Hér eru nokkur atriði sem bara þeir sem eru með freknur skilja.
1. „Hey, ég er líka með freknur!“
Svo er manneskjan ekki með freknur heldur örfáa depla á nefinu. Ekki vera að reyna að tengjast freknóttri manneskju í gegnum freknurnar. Það virkar ekki.
2. Þú verður ekki brún
Þú færð „freknu brúnku“. Freknurnar aukast og renna svo saman og þú lítur út fyrir að vera brúnni.
3. Þú eyðir 20 mínútum á viku í að skoða freknurnar þínar …..
…. og sjá hvort þær séu að breytast í eitthvað hættulegt, eins og krabbamein. Ein þeirra er búin að breytast, þú hringir í húðsjúkdómalækninn þinn.
4. Þú þarft að vera með svo sterka sólarvörn….
…. að það er erfitt að bera hana á, því hún er svo þykk. SPF 75!!!!
5. „Vinir þínir“ gera grín ….
…. og leika sér að tengja saman punktana á bakinu á þér ef þú ert í opnum bol. – „Ó er ég með tígrisdýr á bakinu? En gaman…. NEI!“
6. Fólk togar upp ermarnar þínar….
….. og í hálsmálið þitt til þess að sjá hvort þú sért með freknur allsstaðar. Gettu hvað, já ég er með freknur allsstaðar og ef þú gerir þetta aftur, kæri ég þig fyrir kynferðislega áreitni.
7. Fólk spyr hvort þú hafir talið þær.
Af hverju ætti maður að gera það?
8. Þú verður að eilífu talin vera „krútt“
Alveg sama hversu gömul þú ert eða hvað þú ert að gera. Það verður alltaf talið „krúttlegt“ að vera með freknur
9. Þú getur ruglast á fílapensil og freknu
Að kreista eða ekki að kreista