Næst þegar þú heyrir einhvern bera við aldri og neita þar af leiðandi virkri þáttöku í lífinu, skaltu hugsa til Harriette Thompson, sem er 92 ára að aldri og hóf ekki að æfa hlaup fyrr en hún var komin hátt á sjötugsaldur.
Sjá einnig: Er það sem okkur er sagt að sé hollt raunverulega hollt? – Nokkrar mýtur
Harriette, sem lauk sínu sextánda maraþonhlaupi fyrir skömmu síðan segist líta svo á að samkeppnin haldi í henni lífinu og ýti undir heilbrigði. Þannig segist hún í viðtali við fréttastofu AP hafa fundið hjá sér knýjandi þörf fyrir að halda áfram að hlaupa eftir að eiginmaður hennar lést vegna sýkingar í fæti fyrr á þessu ári.
Harriette tók þátt í maraþonhlaupi í kjölfar andláts eiginmanns síns og bætti núverandi met í flokki kvenna, 90 ára og eldri. Hún hljóp maraþonið og náði nær að jafna eigin tíma í fyrra, sem var þá 7 klukkustundir, 7 míntur og 42 sekúndur og sló þar með fyrrum keppinautum ref fyrir rass – um eina og hálfa klukkustund.
Sjá einnig: Breytingaskeið kvenna
Galdurinn við árangurinn segir Harriette, sem er klassískur píanóleikari að mennt, vera einbeitingu meðan á hlaupi stendur, en hún hefur meðal annars troðið upp sem einleikari í Carnegie Hall, ekki einu sinni heldur þrisvar .
Ég spila klassísk píanóverk í huganum meðan ég er að hlaupa. Ég fer gegnum tónleikana sem ég hef haldið og spila verkin sem ég hef flutt á sviði. Það hjálpar mér að ljúka hlaupinu.
Þessi hrausta, níræða kona dróst inn í harðan heim hlaupa fyrir hálfgerða tilviljun á sjötugsaldri, en það var vinafólk hennar sem tilheyrir sama kirkjusöfnuði sem hvatti hana af stað í upphafi. Rúmum tveimur áratugum seinna segir Harriette að hlaupin haldi henni bókstaflega á lífi (og lífsgleðinni gangandi um leið) og segist að endingu vonast til þess að verða öðrum konum á sama aldri hvatning og innblástur til góðra verka. Hamingjan sé alltaf í okkar eigin höndum og að það sé á okkar ábyrgð að hlúa að heilsunni.
Heimild: NBC News
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.