Richard Norman var óperusöngvari á sínum yngri árum og var í Dallas Symphony Chorus í 14 ár. „Ég hef sungið allt mitt líf og það er það skemmtilegasta sem ég geri. Konan mín lét mig í hvert skipti sem við vorum ein í öll þau 61 ár sem við vorum saman. Hún varð aldrei þreytt á að heyra mig syngja,“ sagði Richard.
„Ég er ekki jafn góður söngvari og ég var en ég er bara glaður að geta ennþá sungið og vona að hlustendur mínir hafi gaman að því að hlusta á mig syngja þessi gömlu góðu lög frá æsku minni,“ sagði Richard líka.
Hversu dásamlegur er þessi maður? Hann birtir yfirleitt 2 lög á dag á rásinni sinni og þetta er bara æðislegt. Þetta er eitt af því fallegasta sem ég hef séð lengi og varð að deila þessu með ykkur.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.