Nítíu og þrjár hugrakkar og lagvísar nunnur sem staðsettar eru í 24 ólíkum löndum hafa með öllu slegið þá mýtu út af borðinu fyrir fullt og allt að auðmjúkir þjónar Guðs kunni lítt með tækni að fara, en nunnurnar tóku höndum saman gegnum hljóðver og sungu inn á englum líka hljóðupptöku sem var blönduð og skeytt smaan svo virðist að um samfelldan kór sé að ræða.
Hljóðupptakan markar tímamót á sínu sviði og er himnesk á að hlýða, en það var músíkölsk vitrun einnar systranna, sem býr í klaustri í Reno og undrabarns á sviði tæknimála í miðvesturhluta Bandaríkjanna, sem gerði nunnunum kleift að syngja lofgjörðina án þess að færa sig úr stað.
Tónverkið, sem ber nafnið Nada Te Turbe (Láttu ekkert trufla þig) má hlýða á hér að neðan en ekki síður merkilegri eru upptökurnar af sjálfum nunnunum í hljóðveri og gleðin sem skín úr andlitum þeirra er nær takmarkalaus.
Lesa má nánar um verkið HÉR en afrekið má hlýða á hér í upptökunni:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.