Fyrir langalöngu, í stjörnukerfi langt, langt í burtu … stóð sveittur og óttasleginn Stormsveitarmaður á kafi í sandöldum úti í sjóðheitri eyðimörk.
Svona hefst 88 sekúndna löng kynningarstikla Star Wars: The Force Awakens og fjörið heldur áfram með hnuðlulegu og hnöttóttu vélmenni sem rúllar á höfðinu eftir sandöldum eyðimerkurinnar með R2-D2 tístið eitt að vopni.
Kvikmyndin verður frumsýnd í desember árið 2015, en eftirvæntingin er þegar orðin gífurleg. Aðdáendur Star Wars hafa beðið með mikilli óþreyju eftir kynningarstiklunni sem loks var útgefin í dag og verður enginn svikinn af þessu stuttskoti, sem lofar góðu.
There has been an awakening. Have you felt it? The dark side … and the light.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.