Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian opnaði sig í seinasta þætti af Kourtney & Khloe Take The Hamptons og tjáði sig um samband sitt við rapparann French Montana.
Í samtali við systur sína Kourtney og mág sinn Scott Disick viðurkennir hún að hún hafi farið of hratt í samband aftur en hún segist gera sér grein fyrir því að hún þurfi meiri tíma til að jafna sig eftir hjónaband sitt við Lamar Odom.
It´s nothing against French. I just think I don’t want a boyfriend. I jumped into something because I was just like, lonely and destructive. But now I´m like, I just want to be alone.
Mágur Khloe tók undir þessi orð hennar og benti henni á að hún þurfi meiri tíma til að syrgja hjónaband sitt. Hjónaband Khloe við körfuboltamanninn Lamar Odom endaði afar illa en Khloe talar oft um það að ef ekki væri fyrir eiturlyfjaneyslu Lamar þá væri hún enn með honum.
Khloe sótti um skilnað í desember í fyrra en skilnaðurinn er þó enn ekki frágenginn.
Khloe byrjaði stuttu seinna aftur með French en þátturinn var sýndur síðasta sunnudag var tekinn upp í september. Parið er þó ný hætt saman aftur.
Tengdar greinar:
Khloe Kardashian kaupir húsið hans Justin Bieber
Khloe Kardashian spilar út kolsvörtu trompi – Myndband
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.