Pole Sport heilsurækt er lítil og persónuleg líkamsræktarstöð sem býður upp á öðruvísi líkamsrækt fyrir fólk á öllum aldri. Eftirsóttustu námskeiðin eru á súlu og lyru, auk þess sem hægt að sækja námskeið í hammock, en það svipar til sirkusæfinga í silkiborðum. Öll námskeið eru kennd 6 vikur í senn og boðið er uppá mikið úrval af tímum, bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Pole Sport er að hefja sitt 5. starfsár, en stöðin er sú elsta og reyndasta í bransanum. Hjá stöðinni starfa einkaþjálfarar, sem og þjálfarar sem lokið hafa kennsluréttindum í Pole Fitness, Lyra (aerial hoop), Zumba, Jóga og Fit Pilates.
Bæði nemendur og þjálfarar hjá Pole Sport hafa náð góðum árangri á keppnum erlendis, en stöðin sendi frá sér sjö fulltrúa á stórmót nú í vetur. Frábær árangur á Evrópumóti skilaði inn bronsverðlaunum í kvennaflokki og silfurverðlaunum í unglingaflokki, sem er besti árangur sem íslendingar hafa náð erlendis.
Æfingaaðstaðan í Pole Sport er til fyrirmyndar, búningsklefar eru góðir með nýjum sturtuklefum og glæsilegur æfingafatnaður er til sölu í afgreiðslunni.
Pole Sport leggur mikinn metnað í persónulega þjónustu og heimilislega stemmingu.
Á heimasíðunni www.polesport.is er hægt að nálgast allar upplýsingar um námskeið og margt fleira.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.