5 æðislegar jógastöður til að æfa magavöðvana

yoga joga

Nú er mesta átið yfirstaðið og margir farnir að hugsa með tilhlökkun til þess að koma sér í ræktina aftur. Sumir eru kannski að fara að stíga sín fyrstu skref í æfingunum og ætla að byrja árið með trompi.

Ég er sjálf mikið fyrir jóga. Mér finnst gott að komast í róleg umhverfi, helst heitt herbergi eins og er í Hot Yoga, hlusta á rólega tónlist og rækta líkama minn og sál, allt á sama tíma.

Hér eru nokkrar æfingar sem eru góðar til að þjálfa upp magavöðvana og fann ég þessa samantekt á vefnum Self.

1. Báturinn

yoga-abs-01-fiss431

Sittu á gólfinu með hnén beygð og lyftu svo iljunum upp af gólfinu. Haltu bakinu beinu og öxlum slökum. Hægt og rólega réttu svo úr fótunum.

 

2. Rokk og ról armbeygja (Rock roll pushup)

 

yoga-abs-02-fiss431

Byrjaðu í planka og dragðu svo vinstri fót upp svo hnéskelin komi í átt að nefinu. Það má alveg koma smá bogi á bakið. Haltu svona eins og þú getur. Farðu svo til baka í plankann. Endurtaktu á hinni hliðinni.

3. Öfugur planki

 

yoga-abs-03-fiss431

Byrjaðu sitjandi með hendur í gólfinu til hliðar við mjaðmir. Lyftu fótum og mjöðmum upp. Reyndu að láta líkamann vera í beinni línu frá tám og upp í haus. Leyfðu höfðinu að detta aðeins aftur svo hakann beinist upp í loft.

 

4. Low lunge

yoga-abs-04-fiss431

Þú byrjar í „hundinum sem horfir niður, stígur svo hægri fótinum fram á milli handa, svo hnéð sé yfir hælnum. Láttu svo vinstra hnéð koma fram á við án þess að það snerti gólfið. Lyftu svo líkamanum og réttu úr handleggjunum upp fyrir ofan höfuð. Endurtaktu á hinni hliðinni.

5. Kópran

yoga-abs-05-fiss431

Liggðu á maganum með fætur og enni í gólfi. Leggðu lófana flata við hlið brjóstkassans og hafðu olnbogana beygða og fingur beint fram. Þrýstu svo lófum niður og ýttu öxlum og brjóstkassanum frá gólfinu.

 

Tengdar greinar:

Viltu fá sléttan maga – þrjár einfaldar en árangursríkar æfingar – Myndband

Broslegar æfingar í ræktinni

Hversdagsleg gleymska – hvað er til ráða?

SHARE