Nýtt verkefni á líðandi ári – Róleg áramót hjá Loga

Hin síungi Logi Bergmann Eiðsson hefur unnið í sjónvarpi í mörg ár, bæði í Ríkissjónvarpinu og síðar á Stöð 2. Á þessu ári tókst hann þó á við nýtt verkefni því hann skrifaði bókina Handbók Hrekkjalómsins:

Eitt það eftirminnilegasta sem ég gerði á seinasta ári var sennilega að gefa út bók og fá að kynnast öllu því veseni sem slíku fylgir. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt.

Logi segir að áramótin hjá honum og fjölskyldunni verði óvenjuleg í ár því þau eru vön að fara norður á þessum tímamótum en ætla sér að vera í Reykjavík núna.

Þau verða með rólegasta móti, held ég. Svo geri ég ráð fyrir að vera veislustjóri á nýársfagnaði á Austri á nýársdag. Það er alltaf mjög skemmtilegt.

Aðspurður um áramótaheit segir Logi þetta:

Ég er ekki mikið fyrir áramótaheit. Ætla bara að reyna að vera gott fólk og standa mig í því sem ég geri. Jú og lækka forgjöfina.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here