Nú er komið nýtt æði, ef svo má kalla, á Snapchat en á aðgangi sem heitir saurlifi og þar inni eru myndir frá Íslendingum í kynmökum, að stunda sjálfsfróun, nota eiturlyf og fleira.
Fjölmargir krakkar og unglingar eru á Snapchat og því um að gera að kíkja í símann hjá barninu þínu og athuga hvort þau séu með vafasama „vini“ þar inni.
Þetta er bara lítill hluti af því sem hefur birst þarna inni og við földum með bleiku það sem er viðkvæmast.
Þetta er vitaskuld mikið áhyggjuefni þar sem allir geta komist í þessar myndir og fengið þær sendar í símann. Það vekur líka mikla furðu ritstjórnar hversu margir virðast vera til í að senda svona myndir og myndbönd af sér inn á þetta. Tökum nú höndum saman og útrýmum þessu. Þetta er ekki í lagi og á ekki að vera í gangi!
Smellið á þennan link til að komast inn til að tilkynna þessa notkun á Snapchatinu og láta loka þessu.
Ef þið kunnið ekki á Snapchat og viljið fá ítarlegar leiðbeiningar um hvernig á að fara inn í þetta hjá börnunum ykkar, megið þið endilega smella á „like“/líkar við. Ef það verða margir sem líka við þetta setjum við inn leiðbeiningar á næstu dögum.