Hin sautján ára gamla Zara Larsson hefur slegið vopnin úr höndum þeirra karla sem segja smokka vera þjakandi tól sem skerði unaðinn við samfarir og meiði jafnvel getnaðarliminn, sem sé of stór fyrir smokkinn.
Zara, sem er sænsk söngkona, gerði sér lítið fyrir og deildi þessari ljósmynd á Instagram – en hér hefur hún klætt annan fótlegginn í smokk – alla leið frá tám og upp að hné með yfirskriftinni:
„Til strákana sem segja; ég er með of stórt typpi fyrir smokk – FÁIÐ YKKUR SÆTI”
Ljósmyndin gerði í stuttu máli allt vitlaust, en stúlkan er með tæplega 8 milljónir fylgjendur á Instagram og alþjóðlegir fréttamiðlar hafa hampað uppátæki hennar og sagt hugmyndina stórkostlega.
En sjálf er Zara hógværðin uppmáluð og skrifaði þannig bloggpistil á vefsíðu sinni þar sem hún segir þá miðla sem kalli hana „femínískan snilling” hafi enga hugmynd um hvað orðið femínisti þýðir.
„Persónulega get ég ekki litið á sjálfa mig sem einhverja Heilaga Guðsmóður femínisma … ég er fyllilega meðvituð um að það eru fjölmargar stelpur þarna úti sem eru miklu betri en ég á svo ótrúlega marga vegu og þær fá alltof litla athygli fyrir sín verk.”
Svo mörg voru þau orð, en Instagram reikning Zöru má sjá HÉR
Tengdar greinar:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.