Beyoncé, Sia og Rolling Stones á lagalista Fifty Shades of Grey

Beyoncé, Elle Goulding og Sia eru einungis meðal fjölmargra stórlistamanna sem prýða lagaúrval Fifty Shades of Grey sem verður frumsýnd nú í febrúar.

Lagalistinn, sem var gerður opinber fyrr í vikunni, prýðir einnig Frank Sinatra, Annie Lennox, TheWeeknd. Jessica Ware og The Rolling Stones en breiðskífan verður gefin út þann 10 febrúar nk.

Hér má sjá allt lagaúrvalið sem myndin prýðir – glæsilegur listi valinna listamanna:

1. Annie Lennox – I Put a Spell On You

2. Laura Welsh – Undiscovered

3. The Weeknd – Earned It

4. Jessie Ware – Meet Me In the Middle

5. Ellie Goulding – Love Me Like You Do

6. Beyoncé – Haunted (Michael Diamond Remix)

7. Sia – Salted Wound

8. The Rolling Stones – Beast of Burden

9. AWOLNATION – I’m On Fire

10. Beyoncé – Crazy In Love (2014 Remix)

11. Frank Sinatra – Witchcraft

12. Vaults – One Last Night

13. The Weeknd – Where You Belong

14. Skylar Grey – I Know You

15. Danny Elfman – Anna and Christian

16. Danny Elfman – Did That Hurt?

Svo virðist sem Rita Ora, sem áður hafði sagst ætla að hljóðrita lag fyrir kvikmyndina, hafi helst úr lestinni aðdáendum stúlkunnar eflaust til ama.

Hér má hlýða á Annie Lennox flytja lagið I Put A Spell On You sem er meðal þeirra laga sem myndina prýða:

Eins og flestir vita er kvikmyndin Fifty Shades of Grey byggð á metsölubók rithöfundarins EL James, en þau Jamie Dornan og Dakota Johnson fara með hlutverk Christian Grey og Ana Steele. Fifty Shades of Grey, eða Fimmtíu Gráir Skuggar eins og hún útleggst á íslensku verður frumsýnd víða um veröld þann 14 febrúar nk. – á sjálfan Valentínusardag.

Tengdar greinar:

Logandi heitt lag úr kvikmyndinni 50 Shades of Grey

Ellen De Generes í 50 Shades of Grey: „Vona að þeir klippi mig ekki út“

Höndlar þú að horfa á þessa stiklu úr 50 Shades of Grey?

SHARE