Þetta fræga salat var búið til fyrir næstum því einni öld, síðan af ítölskum matreislumanni í Mexíkó og hefur það verið mjög vinsælt síðan þá.
Cayenna-pipar og saffran gera salatið aðeins öðruvísi.
Bætið við steiktum kalkúna eða laxi, saxaðri lágperu eða grilluðum rauðum pipar við til þess að gera þetta salat að góðri máltíð.
Fyrir fjóra:
2 hvítlauksrif
3msk. Ólífuolía
1 ciabatta brauð
Örlítill cayenna-pipar
4 lítil kos-sallatblöð
rifnir parmesanostur og graslaukur (til að skreyta með)
Sesar sósan:
1 egg
4 hvítlauksrif
4 kryddsíldarflök
1 skammtur af saffrandufti
2tsk sítrónusafi
2tsk sérríedik
hálf tsk dijon sinnep
125 ml ólífuolía
salt og nýmalaður hvítur pipar
Afhýðið og skerið hvítlauksgeirana í sneiðar og steikið aðeins í ólífuolíu. Takið af hitanum og látið liggja í bleyti í 10 mínútur. Skerið skorpuna af ciabatta brauðinu og skerið brauðið niður í 1sm teninga. Fleygið hvítlaunum, veltið svo brauðteningunum í hvítlauksbleytti ólífuolíunni og kryddið með cayenna-pipar að eigin smekk. Steikið brauðteningana á þurri pönnu þar til þeir eru gullinbúnir. Takið salatblöðin, þvoið þau og látið leka vel af þeim.
Búið til sesar-sósuna. Sjóðið eggið í nákvæmlega 30 sekúntur, sláið það í blandarann. Afhýðið hvílaukinn og hreinsið kryddsíldarflökin í köldu vatni. Bætið þessu í blandarann með restinni af innihaldsefnum og stillið á ,,kremja” þar til þú færð þétta sósu.
Kryddið að eigin smekk. Veltið salatblöðunum í sósunni, stráið svo brauðteningunum, rifnum parmesanosti og graslauki yfir.
Berið strax fram.