Við sem eigum börn er mjög umhugað um það að halda þeim frá öllu illu og vernda þau eins lengi og mögulegt er fyrir. Nú er sko heldur betur þörf á því að herða reglurnar og passa upp á börnin okkar og eitt af því sem við getum gert er að kíkja reglulega á Snapchat hjá þeim og sjá hverja þau eru með sem vini þar inni og hvað er verið að senda þeim.
Byrjið á því að opna valmyndina í tækinu. Finndu þetta merki:
Smelltu á fjólubláa táknið í hægra horninu niðri
Einnig getur verið að táknið í horninu líti svona út
Þá kemur upp þessi listi af þeim sem eru nýbúnir að setja inn Snapchat. Til þess að skoða hvað hefur verið sett inn smellirðu á það og heldur inni til að spila. Ef þú sleppir takkanum hættir þetta að spilast.
Ef þú svo færir þig neðar þennan lista, sérðu alla vinina í stafrófsröð.
Ef barnið þitt er vinur einhvers sem er vafasamur aðili þá einfaldlega smellir þú á hann og þá birtist tannhjól fyrir aftan nafnið hans.
Ef þú svo smellir á tannhjólið færðu upp þessa möguleika og þá geturðu bæði eytt út (delete) og blokkað (Block) þá sem þú vilt fá út af Snapchatinu. Við mælum með því að nota „block“ því þá getur viðkomandi ekki bætt barninu þínu aftur inn.
Gangi þér vel. Ef einhverjar spurningar vakna, sendið okkur póst á ritstjorn@hun.is.
Nöfnin sem þið ættuð sérstaklega að eyða út eru:
oregla
saurlifid
saurlifnadur
saurlifi
Tengdar greinar:
Kynlíf, sjálfsfróun, endaþarmsmök, vopn og eiturlyf
Fjöldi Íslendinga fær klám á hverjum degi á Snapchat – Myndir
Snjallsímaáskorun – Ég skora á þig!