Sigríður Thors var ein þeirra sem var valin til að taka þátt í Dale Carnegie námskeiði sem fór fram fyrir jólin.
Sigga, eins og hún er alltaf kölluð, er 31 árs, tveggja barna móðir í sambúð og sagði okkur þetta fyrir námskeiðið: „Ég hef verið að vinna sem yoga- og ballettkennari síðastliðin tíu ár en lenti í alvarlegu bílslysi í ágúst 2011,“ og segist Sigga hafa þurft að endurhugsa alla sína framtíð í kjölfarið.
„Slysið sem ég lenti í hafði mikil áhrif á mig. Að neyðast til þess að endurhugsa starfsferilinn hefur verið ákveðin áskorun. Ég þarf á því að halda að byggja sjálfa mig upp og finna hugrekki til þess að breyta um vinnu. Byggja upp sjálfstraustið. Það sem er verið að kenna á námskeiðinu er eitthvað sem mun nýtast mér í því sem mig langar til þess að gera,“ sagði Sigga.
Ókeypis kynningarfundir hjá Dale Carnegie
Næstu daga verða í boði ókeypis kynningarfundir. Þar gefst einstaklingum færi á að upplifa Dale Carnegie af eigin raun á 60 mínútum.
Skráning fer fram á hér!
„Við eigum öll okkar fortíð“
Náðu fram því besta í fari þínu hjá Dale Carnegie
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.