Ný og óséð stikla úr 50 Shades of Grey

Enn heldur spennan áfram að magnast kringum væntanlega frumsýningu 50 Shades of Grey í febrúar, en funheit og áður óséð kynningarstikla var frumsýnd í auglýsingahléi Golden Globes verðlaunana sem fram fóru nú fyrir stuttu.

Í þetta sinnið eru skot sem ekki hafa sést áður; besta vinkona Anastasiu, Katherine Kavanagh sem fer fögrum (og lostafullum orðum) um Christian – sjálf móðir Mr. Grey, Dr. Grace Trevelyan-Grey sést bregða fyrir og ber sig þokkafullt. Að ekki sé minnst á erótíska matreiðslusenuna þar sem Christian fellur í stafi yfir Anastasiu í eldhúsinu og andvarpar …

… getum við beðið mikið lengur?

Tengdar greinar:

Höndlar þú að horfa á þessa stiklu úr 50 Shades of Grey?

Beyoncé, Sia og Rolling Stones á lagalista Fifty Shades of Grey

Viltu heyra David Attenborough lesa uppúr 50 Shades of Grey – Myndband

SHARE