Matthew McConaughey eignaðist sitt þriðja barn þann 28. desember með konunni sinni Camila í Austin Texas. Í gærkvöldi tilkynnti Matthew svo hvað litli drengurinn á að heita Whosay síðunni sinni:
Camila fæddi okkar þriðja barn í gærmorgun. Sonur okkar Livingston Alves McConaughey fæddist kl 7:43 þann 28.12.12. Þegar hann kom í heiminn var hann 4083 gr og 53 cm. Blessi ykkur og takk fyrir allar kveðjurnar.
Fyrir eiga þau Vida sem er að verða 3 ára og Levi 4 ára.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.