Leikkonan Hilary Duff viðurkenndi í viðtali við Elle.com að hún ætti í sömu erfiðleikum og aðrir með léttast. Hilary tók það þó fram að hefði ekki áhyggjur af því hvort hún væri grennsta manneskjan.
Hilary er ekki nema 157 cm á hæð og segir hún því sjást fyrr á sér ef hún þyngist til dæmis um tvö og hálft kíló:
Ég segi sjálfri mér að ég sé bara 157 cm, ég er í rosalega góðu formi, ég geng frá sjálfri mér í ræktinni og geri klikkaða hluti. Ég elska að stunda líkamsrækt en ég hef ekki það miklar áhyggjur af því að ég sé grennsta manneskjan.
Hin 27 ára leikkona segir sjálfri sér að hún sé leikkona, en ekki fyrirsæta, en hún segist þó alltaf eiga í stríði við þessi 2,5 til 5 kíló. Þar sem Hilary er stöðugt önnum kafin, þá hefur hún ekki mikinn tíma til að hugsa út í þessi kíló en finnur þó stundum mun á því hversu vel fötin passa henni.
Hilary Duff reis upp á stjörnuhimininn þegar hún var yngri og lék í barnaþáttunum The Lizzie McGuire á Disney stöðinni. 10 ár eru liðin síðan Hilary lék síðast í sjónvarpsþætti en hún þáði nýverið hlutverk í sjónvarpsþáttum sem bera nafnið Younger og verða sýndir á sjóvarpsstöðinni TV Land.
Tengdar greinar:
Instagram dagsins: Hilary Duff styður Bláan apríl
Þínar uppáhaldsstjörnur – Þá og nú – Myndir
Stjörnurnar með lítinn eða engan farða – Myndir
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.