Handboltakappinn Aron Pálmarsson var líklega óþolinmóður krakki

Nú er handboltinn í fullum gangi í Katar og við fengum Siggu Kling til að koma með talnaspeki fyrir Aron Pálmarsson sem er ein af stórstjörnum okkar í handboltanum.

Aron Pálmarsson er fæddur 19. júli 1990 og samkvæmt indverskri talnaspeki er hann því 9.

Aron Pálmarsson er alheimstalan 9, sem er afskaplega gott fyrir þá sem þurfa að vera útum allan heim. Það er alveg sama hvaða hópar eru í kringum Aron, því hann á auðvelt með að aðlagast öllum. Hann myndi jafnt skemmta sér með útigangsmönnum, sem og Hollywood elítunni. Aron er tilfinningaríkur og gjafmildur. Hann hefur gegnum tíðina lært mikla þolinmæði, en ég efast þó um að hann hafi verið þolinmótt barn.

Árið 2015 mun gefa Aroni mikinn kraft til þess að gera þá hluti sem hann langar til. Hann þarf hinsvegar að passa sig mjög vel og fara vel með sig. Sérstaklega fyrstu mánuðina. En það verður ekkert mál fyrir Aron ef hann bara ákveður það.

Ef við skoðum þetta ár verður það helmingi betra en síðasta ár, þegar upp er staðið. Miklar breytingar verða í sumar hjá  Aroni sem verða honum til góðs, á allan hátt, og árið 2016 verður hann eins og kóngur í ríki sínu. Þetta verður alveg svakaleg gósentíð. Svo það eina sem hann þarf að gera á næstunni er að hlakka til.

Til hamingju með árangurinn elsku Aron.

 

Tengdar greinar:

Þorir þú að vera fatlaður? – Hjólastólasprettur og hjólastólahandbolti

Sigga Kling: „Sagði upp í húsmóðurhlutverkinu“

„Ég reyndi að fremja sjálfsmorð“ – Sigga Kling um þunglyndi og sjálfsvíg

SHARE