Söngkonan Shakira og fótboltamaðurinn Gerard Piqué, leikmaður Barcelona, ætla að fagna komandi fæðingu annars barns síns með því að halda alþjóðlegt barnaboð (e. babyshower) til styrktar UNICEF og berskjölduðum börnum um heim allan. Þannig vilja þau bjóða öllum heiminum að vera með í að leggja málstað barna lið. Um þessar mundir er vinsælt að halda svokölluð barnaboð rétt áður en barn kemur í heiminn og hefur þessi siður verið að ná fótfestu hérlendis.
Í stað þess að þiggja gjafir handa ófæddu barni sínu hvetja þau Shakira og Piqué alla til þess að gefa börnum sem eiga um sárt að binda sannar gjafir UNICEF. Shakira og Piqué héldu sambærilegt barnaboð fyrir son sinn Milan, þar sem þau vöktu athygli á stöðu barna í heiminum og hvöttu allar verðandi mæður til þess að leggja málefninu lið.
„Nú þegar við bíðum eftir öðru barni okkar langar okkur að hjálpa börnum um heim allan og leggja okkar af mörkum til að finna langtímalausnir til að hjálpa börnum úr sárri fátækt,“
– Shakira
„Ef allar mæður sem eiga von á barni bæta sönnum gjöfum á óskalistann sinn beita þær sér fyrir réttindum barna og leggja þannig sitt af mörkum í þágu barna sem eiga um sárt að binda. Við viljum að aðrir foreldrar finni hjá sér löngun og þörf til að leggja málefninu lið og standa vörð um réttindi barna. Með því að velja sannar gjafir geta foreldrar bjargað lífi þúsunda barna.“
– Shakira
Fyrsta barnaboð Shakiru og Piqué, sem haldið var í janúar 2013, heppnaðist mjög vel. Gjafirnir sem söfnuðust þá voru meðal annars bólusetningar fyrir 80.000 börn gegn mænusótt, nærri 4 tonn af vítamínbættri fæðu kom í veg fyrir vannæringu hjá börnum, 1.000 moskítónet sem verja börn gegn malaríusmiti voru gefin og 200.000 pakkningum af næringarsöltum var dreift.
Hér má sjá kynningu Shakiru og eiginmanns hennar á fyrra barnaboði þeirra í febrúar 2013:
Taktu þátt: worldbabyshower.org
Tengdar greinar:
Hláturmilda baráttukonan
Drengurinn litli sem dó – leitin að Móses
Júba, Suður Súdan: María hressist
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.