Leikarinn Bradley Cooper bætti á sig 20 kílóum af vöðvum fyrir hlutverk sitt sem ameríski Navy SEAL hermaðurinn Chris Kyle í bíómyndinni American Sniper.
Í viðtali við tímaritið Men´s Health greindi Bradley frá því að hann hafi þurft að borða 6.000 kaloríur daglega á meðan hann var að koma sér í hlutverkið og að það hafi þurft að neyða ofan í hann mat nokkrum sinnum til að ná þessum hitaeiningafjölda.
Ég varð að komast á þann stað þar sem ég trúði að ég væri hann.
Til þess að ná að innbyrða þessar 6.000 hitaeiningar og á sama tíma að reyna að skemma líkama sinn eins lítið og hægt væri, naut Bradley aðstoðar frá einkaþjálfaranum Jason Walsh og einkakokk. Kokkurinn sá um að gera handa honum fimm máltíðir á dag en auk þeirra át hann orkustangir og drakk fyrir og eftir, æfingardrykkinn Plazma.
Þetta var mikið áfall fyrir líkama minn. Ef þetta er pítsa og kaka, þá er það eitt. Það að innbyrða 6.000 hitaeiningar á dag eldir líkamann mjög fljótt.
Þetta undirbúningsferli snérist ekki bara um að borða heldur var Bradley í mjög strangri þjálfun. Leikarinn var ekki lengi að þyngjast og passaði því fljótlega ekki lengur í neitt af fötunum sínum, svo hann þurfti að klæðast buuxm með teygju í mittið í nokkra mánuði, en það voru einu buxurnar sem hann klæddist. Þjálfari Bradley, Jason segir að þetta hefði aldrei verið mögulegt nema á þennan hátt, þar sem Bradley þurfti mikið af hitaeiningum til að geta jafnað sig fljótt eftir hverja æfingu. Á þeim tíma sem Jason sá um Bradley, varð hann vitni að því hvernig Bradley hægt og rólega breyttist í Chris.
Bradley fór strax í það að snúa þessu ferli við þegar tökum á myndinni lauk en næsta mynd sem hann lék í á eftir American Sniper var mynd um kokk sem hann þurfti ekki að létta sig mikið fyrir. Í dag er leikarinn kominn aftur í sína eðlilegu þyngd.
Tengdar greinar:
Bradley Cooper og Jimmy Fallon í hláturskasti
Er þetta virkilega Bradley Cooper?
Bradley Cooper býr með móður sinni – „Hún er svöl pía“
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.