Caeden Lowe er þriggja ára einhverfur drengur sem hefur, vegna einhverfunnar átt erfitt með öll samskipti og félagsleg tengsl. Foreldrar hans leituðu til Autism Intervention Milwaukee sem hefur sérhæft sig í heimameðferðum fyrir einhverf börn. Foreldrum Caeden fannst ekki neinar framfarir vera að eiga sér stað hjá drengnum og settu því upp falda myndavél til að sjá hvað væri í gangi.
Þau urðu heldur betur hissa þegar þau sáu hvers konar meðferð drengurinn þeirra var að fá. „Ef við hefðum ekki sett upp myndavélina niðri þá hefðum við aldrei vitað af þessu. Þetta snýst um son minn. Hann á skilið að fá þá hjálp sem hann átti að fá. Þetta gæti átt sér stað hvar sem er,“ segir móðir litla drengsins.
Hér má sjá myndbandið frá þessum atburð og vert er að vara við þessu myndefni.
Tengdar greinar:
Ég á einhverfan bróður – Hjartnæmt myndband
Er breytt mataræði ráð við einhverfu?
Einhverfa – Kristjana Guðmundsdóttir segir frá sinni reynslu.