Sá orðrómur gengur nú um erlenda slúðurfjölmiðla að söngkonan Lady Gaga sé í óðaönn að skipuleggja brúðkaupið sitt þrátt fyrir að hún sé ekki trúlofuð kærastanum sínum Taylor Kinney.
Heimildamaður slúðurtímaritsins Life&Style segir að leikarinn Taylor Kinney sé tilbúinn með hring og muni biðja hennar á næstu vikum, en hann er sagður nú þegar vera búin að spyrja föður Gaga um leyfi.
Lady Gaga er ekki að bíða eftir trúlofunarhring frá Kinney heldur hefur hún þegar ákveðið að hún vilji ganga í það heilaga í sumar í Malibu. Hún fór og keypti sveitasetur í Malibu Hills sem hefur útsýni yfir Kyrrahafið en þar vill hún halda sjálft brúðkaupið.
Gaga og Taylor hafa verið saman í þrjú ár en hann er best þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Chicago Fire.
Tengdar greinar:
Lady Gaga flytur þetta lag af einskærri snilld
929 fermetra glæsisetur Lady Gaga
Smá árekstur á milli Lady Gaga og Madonnu
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.