People: það er staðfest, Bruce Jenner verður brátt kona

Vangaveltur um það hvað sé í gangi með útlit, raunveruleikastjörnunnar og Ólympíugullhafans Bruce Jenner, hafa verið eitt helsta umfjöllunarefni slúðurmiðla vestanhafs undanfarna mánuði.

Slúðurtímaritið People hefur nú fengið staðfestingu frá vini Kardashian fjölskyldunnar að hann sé í raun og veru að undirbúa sig undir það að breyta sér í konu. Þessi vinur fjölskyldunnar vill meina að nú sé Bruce loksins hamingjusamur og að fjölskyldan hans sé öll sátt við þessa breytingu. Það sé þess vegna sem að þetta er fullkominn tími til að hefja ferlið.

Annar vinur fjölskyldunnar greindi frá því fyrr í vikunni að hinn 65 ára gamli Bruce muni verða myndaður í gegnum þetta ferðalag og að efnið verði gefið út seinna á þessu ári. Þættirnir verða sendir í loftið þegar Bruce er tilbúinn til að opna sig opinberlega um breytinguna.

Hann hefur farið sér hægt í öllu þessu ferli og ber mikla virðingu fyrir því. Í stað þess að koma öllum á óvart, hefur hann valið að fara rólega í breytingarnar og því hefur fjölskylda hans fengið góðan tíma til að venjast þessu.

Bruce á sex börn með þremur konum og fjögur stjúpbörn.

Bruce-Jenner-stops-by-Becker-Surfboards-in-Malibu

Tegndar greinar: 

Stjúpfaðir Kardashian systranna loksins tilbúinn að ræða útlitsbreytingarnar

Slúðurtímarit breytir stjúpföður Kim Kardashian í konu

Bruce Jenner farinn að deita

SHARE