Söngvarinn Justin Timberlake, sem náði að gera allt vitlaust í Kópavoginum síðasta sumar hefur nú staðfest að hann sé að verða pabbi mjög fljótlega. Justin birti mynd af sér kyssa þungaða konu sína, Jessicu Biel á magann en undir skrifaði hann:
Takk allir fyrir afmæliskveðjurnar! Í ár mun ég fá bestu gjöf í heimi. Get ekki beðið.
Þrátt fyrir að parið hafi verið fyrst núna að staðfesta þungunina þá var slúðurpressan löngu búin að komast að því en í síðasta mánuði greindi heimildamaður frá því að Jessica liði vel og að hún tæki þessari þungun með opnum örmum. Jessica er sögð vera dugleg að hreyfa sig en hún elskar að fara í göngutúra og fjallgöngur. Hún stundar einnig jóga. Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna.
Tengdar greinar:
Íslandsvinurinn Justin Timberlake er sagður eiga von á sínu fyrsta barni
10 ára strákur grætir Justin Timberlake
Justin Timberlake elskar Ísland
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.