Við sögðum frá því um helgina hvernig Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston heitinnar, fannst meðvitundarlaus í baðkari í blálok síðustu viku. Nýjustu fréttir herma að Bobbi hafi verið haldið sofandi síðan atvikið átti sér stað og ekki ríkir mikil bjartsýni um að hún muni nokkurn tímann ná fullum bata. Sumir fréttamiðlar halda því jafnvel fram að allar líkur séu á því að Bobbi komi ekki til með að vakna aftur og fjölskyldan sé þegar farin að undirbúa sig undir það versta.
Bobby Brown, faðir hennar, verst allra frétta af málinu. Hann er sagður óhuggandi og biður fólk að biðja fyrir dóttur sinni.
Tengdar greinar:
Dóttir Whitney Houston finnst meðvitundarlaus í baðkari
Syngur „I Will Always Love You“ – Myndband