Hvað vilja karlmenn í rúminu?

Það virðast margir halda að karlmenn vilji bara komast upp í rúm með konum og þá séu þeir glaðir, hvað og hvernig svo sem kynlífið fer fram. Það er hinsvegar margt sem karlmenn fíla bara alls ekki en nefna það kannski aldrei við konuna af ótta við að hún verði brjáluð. Hér eru nokkur afar athyglisverð atriði sem gott er að hafa í huga í kynlífinu:

1. Taktu virkan þátt

Karlmenn vilja að konan sem þeir sofa hjá taki virkan þátt í því sem fram fer en margar konur detta í þá gryfju að liggja bara og vera kannski örlítið feimin. Þeir vilja að konan sé virk og tjái sig með hljóðum og snertingu. Þá veit hann líka betur hvað konunni finnst best og þar af leiðandi græða allir.

2.  Þeir vilja kossa

Karlmenn njóta kossa líka alveg jafn mikið og konur. Þeir vilja ástríðufulla kossa og ef þú kyssir allan líkamann hans þá mun honum líka það vel.

3. Taktu stjórnina

Konur láta karlmanninn mjög oft stjórna allri atburðarásinni í bólinu og þeir sveifla þeim til og frá og það er gott og blessað. Hins vegar vilja þeir líka að konan taki stjórnina. Margir karlmenn elska að láta segja sér fyrir verkum og konur, ekki vera feimnar við það.

4. Hafðu frumkvæði

Karlmenn elska að konan hafi frumkvæði. Oft eru þeir svo duglegir að hafa frumkvæði sjálfir að það reynir aldrei á það að konan hafi frumkvæði. Þeir þurfa samt alveg að finna að þeir séu þráðir og kynþokkafullir, alveg eins og við þurfum á því að halda.

5. Kryddaðu upp á kynlífið

Ef þér finnst einhver lægð í sambandinu farðu þá í búð og keyptu eitthvað skemmtilegt til að krydda kynlífið. Það þarf ekki að vera merkilegt, krem eða lítið dót getur gert alveg helling að ekki sé minnst á búningana sem hægt er að kaupa.

6. Slakaðu á eftir kynlíf

Þegar þið hafið stundað kynlíf, reyndu þá að slaka svolítið á með honum upp í rúmi. Það er enginn að tala um langan tíma heldur bara smástund.

7. Talaðu við hann

Það er ekkert að því að tala við maka þinn. Ekki hika við að segja honum hvað þér finnst gott og hvernig hann megi gera, hægar, hraðar, fastar eða lausar. Þá lærir hann betur á þig og þú færð meira útúr þessu.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here