63 ára gamall maður átti í löngu kynferðislegu sambandi við höfrung

Dolphin Lover er heimildarmynd sem frumsýnd var nýlega á Slamdance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum. Myndin fjallar um meint ástarsamband Malcom nokkurs Brenner við höfrung. Já, ég sagði höfrung. Sambandið hófst í vatnaskemmtigarði í Flórída árið 1971. Þó margir vilji meina að hér sé um dýraníð að ræða er Brenner á öðru máli, auðvitað. Hann segir höfrunga mjög gáfaða dýrategund og Dolly, elskhugi hans, hafi ávallt verið samþykk þegar hvers kyns ástaratlot þeirra á milli áttu sér stað. Samkvæmt Brenner er það yfirnáttúruleg upplifun að elskast með höfrungi.

Malcom Brenner hafði leyfi til þess að umgangast höfrungana í garðinum að vild. Enda voru kynmök milli manna og dýra ekki með öllu ólögleg í Flórída fyrr en árið 2011. Stóð samband hans við Dolly í níu mánuði en þá var hún flutt í annan garð. Dolly dó stuttu síðar, fullyrðir Brenner að höfrungurinn hafi einfaldlega dáið úr ástarsorg.

Malcom á tvö hjónabönd að baki. En aðspurður segist hann einnig laðast að dýrum og hefur meðal annars haft mök við hund.

Hérna má sjá sýnishorn úr heimildarmyndinni:

Tengdar greinar:

Dýraníðingur að verki – kemur inn í hesthús og nauðgar hestunum – myndband

Kynferðislegt samneyti manna og dýra loks bannað í Danmörku

 

 

 

 

SHARE