Fyrirsæta í yfirstærð er sjóðandi á síðum tímaritsins Sports Illustrated

Tímaritið Sports Illustrated þótti stíga stórt skref þegar fyrirsætan Kate Upton prýddi eitt tölublað þeirra en innan tískuiðnaðarins er hún talin vera þrýstin kona og sjálf greindi hún frá því að henni hafi ótal oft verið neitað um vinnu fyrir það eitt að vera með brjóst og rass.

Sport Illustrated ætlar ekki að staldra þar við en fyrirsætan Ashley Graham prýðir nýjasta tölublað þeirra. Ashley er flokkuð í tískuheiminum sem fyrirsæta í yfirstærð en hún notar föt í stærð númer 16 og er því örlítið stærri í vextinum heldur en fyrirrennarar hennar.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem tímaritið auglýsir sundfatnað í plus size eða yfirstærð en auglýsingin er fyrir fyrirtækið SwimsuitsForAll.

Ashley Graham er ákaflega fallega kona en hún sagði sjálf:

Ég veit að línurnar mínar eru kynþokkafullar og ég vil að allir trúi að þeirra línur séu það líka. Það er engin ástæða fyrir því að fela sig en allar ástæður fyrir því að sýna sig. Heimurinn er tilbúinn fyrir ávalari mjaðmir í bikiní.

Ashley hefur starfað sem fyrirsæta frá árinu 2003 og hefur prýtt síður tímarita á borð við Harper´s Bazaar, Glamour og Vogue. Þegar Ashley kom fram í auglýsingu fyrir undirfatamerkið Lane Bryant var auglýsingin bönnum á sumum sjónvarpsstöðvum og í kjölfarið fann Ashley sig knúna til að tjá sig um þörfina á fleiri fyrirsætum í yfirstærð.

SwimsuitsForAll-Ad-Campaign (5)

SwimsuitsForAll-Ad-Campaign (3)

SwimsuitsForAll-Ad-Campaign (2)

SwimsuitsForAll-Ad-Campaign (1)

Sports-Illustrated-Swimsuit-Issue-Plus-Size-Ad-Campaign

SwimsuitsForAll-Ad-Campaign (4)

Tengdar greinar:

Munúðarfull Candice Huffine elskar að vera módel í yfirstærð

Íslensk fyrirsæta í yfirstærð situr fyrir í myndaþætti Vogue

Calvin Klein fyrirsæta í „yfirstærð“ veldur ótrúlegu fjaðrafoki

 

SHARE