Saga Garðars mun vinna bikarinn!

Saga er sem sagt í útkomu 39, sem er jafnt og 12 sem aftur er jafnt og 3. En talan 3 er að mínu mati mesta listamannatalan. Stjörnumerkið hennar er síðan ljón.

Nú er skemmtilegt ár að fara að ganga í garð hjá Sögu. Hún er að fara á ár 4. Við fáum það út með því að reikna þversummuna af 2015. Þá fæst talan 8 sem við leggjum við fæðingardag Sögu og fáum þar með töluna 4.

Saga er að fara á eitt merkilegasta tímabil sem hún hefur upplifað í langan tíma. Það eru miklar breytingar í vændum hjá henni í lok maí eða byrjun júni og næstu 12 mánuðir eftir þann tíma munu breyta lífi hennar. Það verður rosalega mikið að gera út af mörgu sem Saga hefur byggt upp. Ný tækifæri eru að komast á kopp, sérstaklega í haust þegar hún mun prófa eitthvað nýtt. Þó það sé tengt draumum hennar. Saga þarf líka pínulítið að læra að láta aðra um að vinna svo hún þurfi ekki að leika öll hlutverkin í lífi sínu sjálf.

Ég hef persónulega alltaf undirbúið mig fyrir það að fara á tímabilið 4, sem er eitt merkilegasta árið í indverskri talnaspeki. Þetta er eins og að skrá sig í árs maraþon og hugsa svo af hverju í fjáranum gerði ég þetta?

En þegar elsku Saga lítur til baka næsta vor, 2016, sér hún að hún hefur unnið bikarinn sem hún var að berjast fyrir. Og hún verður mjög ánægð með útkomuna

Næstu tvö ár í lífi hennar, frá og með deginum í dag, þarf hún að þora, þessi elska, að segja já við lífinu ef það býður henni eitthvað. Og lífið mun færa henni þá framtíð sem hún óskaði sér.

 

Tengdar greinar: 

Handboltakappinn Aron Pálmarsson var líklega óþolinmóður krakki

Sigga Kling: „Sagði upp í húsmóðurhlutverkinu“

SHARE