Eins og HÚN sagði frá á fimmtudaginn, þá fækkaði raunveruleikastjarnan Kim Kardashian aftur fötunum fyrir tímarit en nú var það LOVE Magazine. Kim var ekki sú eina í fjölskyldunni sem prýddi síður tímaritsins en báðar hálfsystur hennar, þær Kendall og Kylie Jenner, sátu einnig fyrir í blaðinu.
Hvorki Kylie né Kendall gengu svo langt að flagga öllum líkama sínum en Kendall, sem er einungis 19 ára, sýndi bæði á sér brjóstin og rassinn. Brjóstin voru þó ekki hennar, en búið var að stækka brjóstin á henni allverulega með hjálp tækninnar.
Myndirnar sem voru teknar af Kylie, sem er 17 ára, voru hvað mest settlegastar en hún bar ljósa hárkollu á myndunum og huldi vel sitt allra heilagasta.
Tengdar greinar:
Kendall Jenner mætti nærbuxnalaus á rauða dreglinum
STAR: Kendall og Scott í sjóðheitu framhjáhaldi
Fyndið: Svona færðu varirnar hennar Kylie Jenner
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.