Stelpurnar á Nudemagazine settu saman áhugaverðan lista í tengslum við brúðkaup. Listann kalla þær “Do´s and Don´ts @Weddings.”
Do´s:
- Láttu vita tímanlega hvort þú mætir í brúðkaupið eða ekki. Það er ekki óskastaða brúðhjónanna að hafa ekki gert ráð fyrir þér í sætaskipan.
- Mættu tímanlega í athöfnina. Fátt er vandræðalegra en að ganga inn kirkjugólfið á sama tíma og brúðurin.
- Mundu að slökkva á símanum í athöfninni. Brúðhjónin báðu Justin Timberlake ekki um að taka lagið í miðri hjónavígslu.
- Veldu gjöf af gjafalista brúðhjónanna. Það sparar þér mikla fyrirhöfn og þú getur verið viss um að brúðhjónin verði ánægð.
- Verið meðvituð um dagskrána; hvenær á að skera kökuna, dansinn verður tekinn, ræður fluttar o.s.frv.. Það er skemmtilegra að vera partur af upplifuninni.
- Ætlir þú að halda ræðu í veislunni er vissara að skrifa hjá sér nokkra punkta. Stressið getur læðst að vönustu ræðumönnum á stundum sem þessum.
Don´ts:
- Á boðskortinu er tekið fram hverjum er boðið til brúðkaupsins. Ekki mæta með vin eða vinkonu nema minnst hafi verið á slíkt.
- Það er algengara en ekki að brúðurin kæðist hvítu á brúðkaupsdaginn. Taktu tillit og forðastu að klæðast hvítu til að draga ekki athyglina frá brúðinni.
- Vissulega vilja allir skarta sínu fegursta á stundu sem þessari en geymdu þó flegna pallíettukjólinn til næstu helgar. Þetta er dagur brúðhjónanna, leyfðu þeim að skína eins og stjörnur.
- Einn drykkur, tveir drykkir, þrír drykkir .. maður er fljótur að missa töluna. Allt er gott í hófi og þar eru áfengir drykkir engin undantekning. Svo ekki sé talað um ef þú ætlar að flytja ræðu.
- Venjan er að brúðhjónin stígi fyrsta dansinn og gestir fylgi síðan í kjölfarið. Þú skalt reyna að hemja þig Jackson, moonwalkaðu ekki inn á gólfið fyrr en brúðhjónin hafa stigið sinn dans.
- Skildu pólitíkuna og almennt þras eftir heima, trúðu mér það fer ekki neitt. Hafðu umræðuefniðlétt og skemmtilegt og njóttu þessa einstaka dags.
Tengdar greinar:
Krúttlegasta brúðkaupsmynd allra tíma!
Pabbi kemur dóttur sinni á óvart í brúðkaupinu hennar
Kim sýnir á sér brjóstin í brúðkaupsferðinni