Þessi einstaklega fallega íbúð er í Lundi í Kópavogi. Hún er á tveimur hæðum með inngangi á báðum hæðum.
Forstofan er á efri hæðinni og er mjög rúmgóð með stórum og góðum fataskápum og fallegum flísum á gólfi. Það eru svo tvö svefnherbergi á hæðinni, hjónaherbergi með fataherbergi og forstofuherbergi með góðum fataskápum.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í stóru og björtu rými. Takið eftir einstaklega fallegum hornglugga í stofunni.
Eldhús með vönduðum tækjum og innréttingum og það er falleg eyja í eldhúsi. Það eru flísar á milli efri og neðri skápa og inn af eldhúsi er gott búr með tengi fyrir þvottavél.
Fallegur hringstigi liggur svo niður á neðri hæðina og þar er komið niður í rými sem nýtist sem sjónvarpsherbergi en einnig eru tvö svefnherbergi. Það eru flísar á gólfum og það er fínt þvottahús og geymsla á hæðinni.
Það er stutt í allt á þessum stað í Kópavoginum og umhverfið er ofsalega fallegt.
Sjáðu allar myndirnar hér fyrir neðan. Smelltu á fyrstu myndina til að fletta myndaalbúminu.
Nánari upplýsingar veita Þórunn Sigurðardóttir, thorunn@fastborg.is S. 778 7707
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 897-9030, ulfar@fastborg.is
Tengdar greinar:
Fataherbergi: Draumur í dós
Þakíbúð á Laugaveginum
Einbýlishús í miðbænum á þremur hæðum
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.