Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði

Amma mín segir að það eigi aldrei að nota orðið ógeðslega þegar talað er um mat. Ég ætla að leyfa mér að gera undantekingu í þetta sinn. Þetta er ógeðslega gott. Stökkt, sætt, sykrað og unaðslegt. Hvet ykkur til þess að prófa.

IMG_6349

Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði

3 bollar Rice Krispies

10 stykki Oreokexkökur

2 og 1/2 bolli sykurpúðar

1 og 1/2 matskeið smjör

hvítt súkkulaði til skrauts

  • Setjið Oreokexið í poka og lúskrið aðeins á því með kökukefli.
  • Rice Krispies fer í skál og gróflega brotið kexið saman við.

IMG_6265

  • Bræðið saman smjör og sykurpúða þar til blandan verður silkimjúk.

IMG_6270

  • Hellið sykurpúðamixtúrunni í skálina og hrærið öllu vel og vandlega saman. Smyrjið lítið eldfast mót og látið innihald skálarinnar flakka ofan í það.

IMG_6275

  • Sléttið og gerið snyrtilegt. Bræðið dálítið hvítt súkkulaði og slengið yfir. Inn í ísskáp með þetta í 30 mínútur.

IMG_6277

IMG_6360

Skerið í kubba og snæðið.

Tengdar greinar:

Nammisprengja með Nutella, Maltesers, Oreo & Dumle karamellum

Rice Krispies snillingur á Instagram

Kornflex terta með bananarjóma og saltri karamellusósu –  Uppskrift

SHARE