Ljósmyndarinn Jade Beall hefur unnið við það að taka myndir af konum í 15 ár. Það vakti hins vegar áhuga hennar að ljósmynda og fagna fegurð, galla, lögun og varnarleysi allra mæðra eftir að hún tók sjálfsmynd af sér naktri að gefa syni sínum brjóst.
Beall birti nýverið hópmynd af mæðrum gefa börnunum sínum brjóst á Facebook og voru viðbrögðin ótrúleg.
Þessi mynd vakti strax mikla athygli. Ég fékk mörg einkaskilaboð (allt frá karlmönnum) þar sem mér var sagt að fjarlægja myndina þrátt fyrir að ég hafi gert geirvörtur og kynfæri óljós (af því að ég hef lent í því svo oft að myndirnar hafa verið fjarlægðar af Facebook ef það sést í kvenkyns geirvörtu). Síðan tók einhver eftir að ég hafi gleymt að gera eina geirvörtu óljósa og var þá myndin tilkynnt til Facebook og stuttu seinna fjarlægð.
Beall bendir á að það sé ekki bara Facebook sem er að gera upp þennan mun á kvenkyns- og karlkynsgeirvörtum heldur samfélagið. Henni finnst þetta afar kjánalegt menningarlegt fyrirbæri að geirvörtur á konum þurfi stöðugt að hylja en að allt annað gangi yfir geirvörtur karla.
Ég myndi elska að fá að birta mynd á Facebook af mér gefa syni mínum brjóst án þess að þurfa að hylja geirvörtuna mína, en það sem ég myndi elska meira er það ef Ameríkanar myndu endurskoða samband sitt við geirvörtur kvenna og að fagna mismunandi nöktum líkömum án þess að þurfa að flokka þá sem ógeðslega eða óheilbrigða.
Hér má sjá myndina bæði ritskoðaða og óritskoðaða.
Tengdar greinar:
Af hverju mega geirvörtur kvenna ekki vera sýnilegar
16 gullfallegar konur sem þú sæir ALDREI í auglýsingum – Myndir
Ögrandi baðfatatíska fyrir þær sem þora (ekki)
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.