Typpamyndir: Svona bregðast konur við typpamyndum

Karlmenn, vinsamlega athugið: Konur eru ekki hrifnar af tippamyndum. Á netinu. Í farsímanum. Þær eru bara ekki hrifnar af óritskoðuðum, óvæntum – og ágengum tippamyndum. Alls ekki.

Í þessu annars ljómandi skemmtilega myndbandi frá videóbloggaranum Davey Wavey, má sjá hvernig konur bregðast við fjölbreytilegum ljósmyndum af tippum – í sinni fjölbreytilegustu mynd – en konurnar segja einnig og útskýra af hverju þær eru ekki hrifnar af því að taka á móti óvæntum glaðningi á borð við fyrirvaralausum ljósmyndum af kynfærum karla. Tippum. Í farsímann. Bingó. Á miðjum vinnudegi.

Með öðrum orðum: Ekki senda konu ljósmyndir af tippinu á þér … nema hún biðji sérstaklega um að fá að sjá vininnn í fullri reisn. Bara ekki gera það. Nema þú viljir slíta samskiptunum. Í alvöru:

Tengdar greinar:

Akfeita gellan auglýsir á Einkamál.is

Íslensk síða auglýsir eftir djörfum myndum af konum í „stellingum“ – Bjóða upp á þjónustu „spjalldama“

Fimm reglur fyrir fasta bólfélaga

SHARE