Læknar, á bráðamóttökum víðs vegar um heiminn, segja það nokkuð algengt fyrirbæri að einstaklingar leiti til þeirra með einhverskonar hluti fasta í endaþarmi sínum. Já, í rassinum. Bossanum. Botninum. Ýmsu má augljóslega troða þar inn – sem ekki vill svo auðveldlega út aftur. Nema með hjálp.
Lyklar. Af því að stundum er maður auðvitað ekki með vasa. Það getur verið hvimleitt að halda á lyklum í lengri tíma. Það kemur líka svo vond lykt af puttunum á manni.
Vasaljós. Kannski var viðkomandi að leita að lyklunum sínum. Hver veit?
Hringjandi farsími. Já, það er bara alveg óþolandi að vera ekki með vasa.
Skothylki. Hér er um að ræða einstakling sem notaði skothylki til þess að þrýsta gyllinæðinni aftur inn í endaþarminn. Hylkið fór mögulega aðeins of langt.
Víbrador og salattöng. Það þarf engan vísindamann til þess að sjá hvað var að eiga sér stað þarna. Fastur víbrador – best að sækja salattöngina.
Hnetusmjörskrukka. Hér er erfitt að ímynda sér hvað hefur verið að eiga stað.
Ilmvatnsflaska. Nei, það er kannski ekkert góð lykt af rössum. Það er þó sennilega betra að spreyja bara.
Leikfangabíll.
Bjórglas.
Sement. Já, það var einhver sem lét hella sementi inn í rassinn á sér. Það þurfti síðan að fjarlægja með skurðaðgerð.
Tengdar greinar:
Rassa sjálfsmyndir á Instagram er nýjasta æðið
Stórir rassar eru það heitasta í dag
10 staðreyndir um rassa sem munu koma þér á óvart