Lindsay Lohan ber að ofan í myndatöku

Leikkonan umdeilda, Lindsay Lohan (28) lítur ótrúlega vel út í nýjustu myndatökunni sem hún var í fyrir Hunger tímaritið. Hún segir frá því í viðtali hvernig var að alast upp í sviðsljósinu og segir frá því að hún sé á góðum stað þrátt fyrir erfiða fortíð. Lindsay býr núna í London og segist vera mjög ánægð þar, miklu ánægðari en í New York.

25D4F2D400000578-2960102-image-a-39_1424353291689

 

„Ég hef séð allt sem hægt er að sjá og þarf ekki að sjá þetta allt aftur. Ég fór í afmæli hjá vini mínum í Los Angeles um daginn og við fórum á karaoke bar. Þar var sama fólkið, sömu andlitin og ekkert hafði breyst,“ segir Lindsay í viðtalinu. Hún segir líka að enginn hafi trúað því að hún myndi klára samfélagsþjónustuna sem hún var dæmd til að vinna. Ekki einu sinni hennar eigin faðir.

Lindsay segir að það hafi verið henni dýrkeypt að vera fræg: „Þetta byrjaði þegar ég var þriggja ára og ég var látin leika í sápuóperu þegar ég var 7 eða 8 ára. Einu sinni vorum við ekki með Twitter og alla þessa samfélagsmiðla en núna er allt sem maður gerir er komið út um allt og þú kemst ekki frá þessu.“

25D4F2BE00000578-2960102-image-a-41_1424353303706

 

Tengdar greinar: 

 

Lindsay Lohan er með ólæknandi vírus

Listinn yfir fræga menn sem Lindsay Lohan hefur sofið hjá – Myndir

Lindsay Lohan neitar að yfirgefa meðferðina

 

SHARE