5 ráð til að hætta að rífast við maka þinn

Það lenda allir í því að rífast við maka sinn og það geta örugglega flestir verið sammála um það að það er alveg skelfilega leiðinlegt að lenda í þessum rifrildum. Stundum dragast rifrildin á langinn bara vegna þess að hvorugur aðilinn vill gefa sig og maður er kominn í fýlu og veit ekki hvernig á að hætta.

Það er samt hollt fyrir sambönd að rífast því gjarnan eru samböndin bara sterkari og báðir aðilar geta tekið eitthvað til sín til að bæta sig og sambandið.

Ástæður rifrildanna

Oftast er ekki djúp ástæða fyrir rifrildunum. Þau eru mjög oft sprottin af misskilningi og líka uppsafnaðri gremju sem kemur út á einhverjum kolröngum tíma. Ef fólk talar saman af einlægni, virðingu og kærleika alla daga þá má sleppa við svona uppákomur. Það er samt ómögulegt að koma alveg í veg fyrir alla ágreininga en það er oft hægt að stytta þessi rifrildi um heilan helling ef þú ferð rétt að maka þínum.

Ladyzona tók saman nokkur ráð sem virka vel til þess að hætta að rífast.

1.Taktu á þig sök

Ef þú segir einfalda setningu eins og „þetta er líka mér að kenna“ eða „ég á líka sök á þessu“ þá ertu strax búin/n að róa hinn aðilann töluvert. Þá mun þér líka ganga betur að koma þínum skilaboðum áleiðis. Auðvitað er ekki verið að segja að þú eigir að taka ALLA sökina á þig en oftast eiga báðir aðilar einhvern þátt í því að rifrildi á sér stað.

2. Haltu þig við efnið

Þegar par fer að rífast þá eiga báðir aðilar það til að draga inn í rifrildið gömul mál og ágreiningsmál. T.d. „Eins og þegar þú fórst í fýlu þarna um daginn….“ og „Þú sagðir nú einu sinni að“. Þetta er algerlega óþarfi og rifrildi getur magnast um helming um leið og gömul mál fara að poppa upp aftur og bæði þér finnst hinn aðilinn vera ógeðslega langrækin og ósanngjarn ef hann fer að tala um svona mál. Ef þið eruð komin út í gömul deilumál, segðu þá við maka þinn að þú þurfir smá tíma fyrir þig. Farðu aðeins afsíðis og komdu til baka og þá geturðu sagt við maka þinn að þetta rifrildi hafi farið úr böndunum og hvort þið getið ekki bara haldið ykkur við efnið og rætt þetta út.

3. Gerið þetta saman

Þér finnst kannski maki þinn alltaf vera að tuða/væla út af sömu hlutunum. Ekki láta henni/honum líða eins og þetta sé bara hennar/hans vandamál. Ef þú segir við hana/hann að þetta sé eitthvað sem þið getið unnið úr saman þá komist þið einu skrefi nær því að leysa þetta.

4. Notaðu orðið „viltu“

Ekki segja við hana/hann „Hlustaðu á mig!“ eða „Leyfðu mér að tala!“. Segðu frekar „Viltu hlusta á mig?“ og „Viltu leyfa mér að tala?“. Kurteisi kostar ekki neitt.

5. Segðu „Ég elska þig“

Ef þú segir „Ég elska þig“ í miðju rifrildi þá er það gefið mál að hún/hann mun bráðna og verða töluvert rólegri.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here