Jú. Jújú. Þið sjáið rétt. Þetta eru kartöfluflögur með súkkulaði, karamellu og karamellukurli. Ekki hætta að lesa. Hættið bara að dæma. Þetta er merkilega gott. Ég lofa.
Í þessar framkvæmdir þarf:
Kartöfluflögur (helst rifflaðar, af því að rifflað er alltaf betra)
Mjólkursúkkulaði
Rjómakaramellur
Karamellukurl
Bræðið súkkulaðið og karamellurnar. Ég setti örlítinn rjóma með karamellunum.
Dreifið úr snakkinu á bökunarpappír. Skvettið og slettið öllu yfir – bæði súkkulaði og karamellu. Sleikja svo alla putta og skeiðar.
Ein lúka af karamellukurli yfir allt saman. Eða bara – þið vitið, heill poki. Það virkar líka fínt.
Lyktin af þessu er unaðsleg og bragðið svo sannarlega ekki síðra.
Skora á ykkur að prófa!
Tengdar greinar:
Epla og karamellu bollakökur – Uppskrift
Heimatilbúnir Snickers bitar – Uppskrift
Nammisprengja með Nutella, Maltesers, Oreo & Dumle karamellum
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.