Dýrindis heimalagaðar kjötbollur frá Ljúfmeti.com
Eftir bolludag og sprengidag í beinu framhaldi mætti kannski ætla að enginn hefði áhuga á bollum í neinu formi á næstunni en ég þori nánast að fullyrða að þessar kjötbollur fá ykkur til að skipta um skoðun. Þær eru guðdómlegar! Ég hef bæði boðið upp á þær í matarboði sem og lífgað upp á hversdagsleikann með þeim, alltaf við rífandi lukku. Með þessum verður enginn fyrir vonbrigðum!
Kjötbollur með mozzarella og basiliku (uppskrift frá Matplatsen)
- 600 g nautahakk eða blanda af nauta- og svínahakki
- 1 poki með mozzarella
- 1/2 pakkning fersk basilika
- 4 sólþurrkaðir tómatar
- 1 dl rjómi
- 1 egg
- salt og pipar
- smör til að steikja í
Sósa:
- steikingarsoð
- 2 dl rjómi
- 100 g philadelphiaostur
- 1/2 grænmetisteningur
Blandið hakki, eggi, rjóma, hakkaðri basiliku, hökkuðum sólþurrkuðum tómötum og mozzarella skornum í litla teninga. Saltið og piprið og mótið bollur.
Steikið bollurnar við miðlungsháan hita, í nokkrar mínútur og á öllum hliðum, í vel af smjöri. Takið bollurnar af pönnunni og hrærið rjóma, philadelphia og grænmetisteningi í steikingarsoðið. Látið suðuna koma upp og leggið síðan bollurnar í sósuna. Látið sjóða við vægan hita þar til bollurnar eru fulleldaðar. Verði sósan of þykk þá er hún þynnt með vatni.