Það er aldrei lognmolla í kringum Kim Kardashian. Erlendir slúðurmiðlar elska að fjalla um hana. Við elskum að hata hana. Nú eða hötum að elska hana.
Í síðustu viku sögðum við frá því, að Kim væri með sérlegan aðstoðarmann, sem þjónar þeim tilgangi einum að passa upp á að brjóstin á henni séu ávallt í fullkomnu ásigkomulagi. Nýjustu fregnir af vinkonu okkar herma svo að hjá henni vinni einnig Photoshopsérfræðingur.
Og hvað gerir hann? Jú, passar að allar myndir af henni séu eins og best verður á kosið. Auðvitað. Og Kimmie birtir mikið af myndum af sér, almáttugur minn. Enda fær ofangreindur sérfræðingur einhverjar 13 milljónir að launum á ári.
Stuttu eftir að slúðurpressan byrjaði að smjatta á þessum tíðindum í gær, steig fjölmiðlafulltrúi Kim fram og sagði þetta vera uppspuna frá rótum. Frú Kardashian West er bara einkar lunkin við að velja réttu birtuna, sjónarhornið og filterinn.
Tengdar greinar:
Átti Kim Kardashian ljótasta dressið á tískuvikunni í New York?
Dóttir Kim Kardashian í 500.000 króna loðfeld
Kim Kardashian ræðir um kynlíf: ,,Það er best aftan frá“