Freistandi og ferskur epla- og engiferkokteill fyrir kvöldið

Þetta er alveg virkilega ljúffengur kokteill. Eiginlega alveg hættulega góður. Dálítið varasamur sko. Að minnsta kosti þegar kokteilþambarar eiga í hlut. Hann rennur stundum niður í dálítið óhóflegu magni.

Æ, þetta er einn af þessum drykkjum sem eiginlega finnst ekki áfengisbragð af. Allt í einu er maður bara á fimmta glasi. Mögulega tíunda. Hver er að telja?

IMG_9171

Í epla- og engiferkokteilinn þarf:

Vodka

Lime

Eplasafa

Trönuberjasafa

Engiferöl

IMG_9122

IMG_9131

Glasið er fyllt af klökum og hálft lime kreist út í. Dágóð lögg af vodka fer í glasið þar á eftir. Síðan skvetta af bæði epla- og trönuberjasafa. Að lokum er svo fyllt upp í með engiferöli.

IMG_9138

IMG_9143

Ég fyllti glasið helst til mikið og þurfti að bjarga málunum. Ég læt ekki áfengan dropa fara til spillis, ó nei – slíkt mun seint spyrjast út um mig.

IMG_9148

Algjör dásemd og heldur betur nauðsynlegur sjúss eftir langa viku.

Tengdar greinar:

Ferskur og æðisgenginn kokteill með granateplum

Jarðaberja ævintýri – Æðislegur kokteill

Mangó og ferskjukokteill – Uppskrift

SHARE