Bólusetningar barna – hverju er verið að bólusetja gegn?

Almennar bólusetningar barna á Íslandi frá janúar 2013:

3 mánaða

Kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi af gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu (Pentavac). Pneumókokkum í annarri sprautu (Synflorix).

5 mánaða

Kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi af gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu (Pentavac). Pneumókokkum í annarri sprautu (Synflorix).

6 mánaða

Meningókokkum C (NeisVac-C). 8 mánaða Meningókokkum C (NeisVac-C).

12 mánaða

Kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi af gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu (Pentavac). Pneumókokkum í annarri sprautu (Synflorix).

18 mánaða

Mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu (M-M-RVAXPRO).

4 ára

Barnaveiki, stífkrampa og kikhósta í einni sprautu (Boostrix).

12 ára

Mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu (M-M-RVAXPRO). Leghálskrabbameini (HPV) eingöngu fyrir stúlkur. Þrjár sprautur gefnar á 6–12 mánaða tímabili (Cervarix).

14 ára

Barnaveiki, stífkrampa og kikhósta ásamt mænusótt í einni sprautu (Boostrix Polio).

Frekari upplýsingar um bólusetningar barna má finna á vef landlæknis (www.landlaeknir.is) og á heilsugæslustöðvum.

doktor.is logo

 

Tengdar greinar:

Eru bólusetningar hættulegar?

Jafn mikilvægt og að gefa börnunum að borða

Foreldrar ákváðu að bólusetja barn sitt ekki – Barnið fékk stífkrampa og var í lífshættu – Vara aðra við

SHARE