Þessi unaðslega ljúffengi réttur er fengin af blogginu Ljúft í munn og maga. Þar má finna aragrúa gómsætra uppskrifta og því er um að gera að smella síðunni í bookmarks.
Svona af því að stundum hefur maður jú hugmyndarflug á við ljósastaur þegar kemur að eldamennskunni.
Kjúklingarúllur með spínat- og parmesanfyllingu
3 kjúklingabringur, skornar í 2-3 sneiðar efir endilöngu á breiðari kantinn, fer eftir stærð á bringum
sirka 1/2 bolli brauðrasp
1/4 bolli parmesanostur (rifinn og skipt í 2 hluta )
1 egg ( eða 2 eggjahvítur ) pískað saman
200 gr spínat, fínt skorið
1 mozzarella kúla (150 gr)
3 msk ricotta ostur ( má sleppa og nota eitthvað annað)
ólífuolía til að smyrja formið
rúmlega 1 bolli uppáhalds pizzu- eða spaghettisósan ykkar (eða búið til ykkar eigin, ég gerði mín eigin)
ítölsk krydd að eigin vali, ferskt er best – til dæmis timian eða rósmarín (ef ekki er notað ferskt má jafnvel nota Lamb Islandia frá Pottagöldrum)
salt og pipar
- Byrjið á því að fletja aðeins út kjúklingasneiðarnar með flötum kjöthamri eða setjið plast undir og ofan á og fletjið með höndunum. Hitið ofninn í 200°c.
- Blandið brauðraspi og helmingnum af parmesan-ostinum saman í skál og pískið eggið í aðra skál.
- Skerið niður hálfa mozzarella-kúlu og setjið í skál, ásamt restinni af parmessan-ostinum, sirka 2 matskeiðum af eggi, ricotta osti og spínati. Blandið vel saman.
- Leggið kjúklingasneið á disk, saltið og piprið létt, smyrjið sirka 2 matskeiðum af osta- og spínatblöndunni á sneiðina og rúllið síðan upp. Veltið rúlluni varlega í upp úr egginu og þá upp úr rasp- og ostablöndunni. Leggið í eldfast mót sem búið er að smyrja með olíu og hafið saumhliðina niður, þá er óþarfi að stinga þetta saman.
- Bakið í 25 mínútur og takið þá réttinn út úr ofninum og setið pizzusósu yfir hverja rúllu. Skiptið afganginum af mozzarella-ostinum yfir og notið einhverja góða tegund af rifnum osti með eða setjið meira af mozzarella. Allt eftir því hvað hugurinn girnist
- Bakið þar til osturinn hefur bráðnað.
Tengdar greinar:
Heilsteiktur kjúklingur með karrí- og eplasósu
Basilkjúklingur með hlynsýrópi og grilluðum fetaosti – Uppskrift
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.