Rétt í þessu fengum við þær gleðilegu fréttir að Zara hefur ákveðið að lækka verðin í verslunum sínum á Íslandi verulega! Við erum að tala um 11-25% varanlega lækkun á verðinu, mismunandi eftir vörum. Þetta gerir ríflega 14% lækkun að meðaltali!
Við spurðum Ingibjörgu Sverrisdóttur rekstrastjóra Zöru um ástæðu fyrir lækkuninni, Ingibjörg sagði að þetta væri gert til þess að gleðja landann, fyrirtækið Inditex sem á Zöru hafi viljað gera sitt til þess að jafna verðbilið á milli Zöru verslana hérlendis og erlendis. Þetta eru án efa stórar fréttir fyrir íslenskar tískudrottningar!
Nánari upplýsingar um málið færðu hjá skvísunum á Nudemagazine.
Tengdar greinar:
Mikilvægar lexíur sem við lærðum af Carrie Bradshaw
Hártískan: Fléttur og fallegar spennur